Samningur

Skilmálar Betri Stofunnar

Betri Stofan, á 7 hæð í Norður Turninum í Firðinum í Hafnarfirði, er staður sem er hugsaður fyrir fólk sem getur unnið eða komið saman í glæsilegu húsnæði með útsýni yfir sjóinn og miðbæ Hafnarfjarðar. 

Fyrirtækið

Nafn: Betri stofan

Kennitala: 590421-0730

Vsk: 140985

Netfang: [email protected]

Heimilisfang: Fjarðargata 13-15, 220 Hafnarfjörður


Almennt

Betri stofan áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.


Verð á vöru

Öll verð í vefverslun eru með inniföldum virðisaukaskatti ef á við.


Endurgreiðslustefna

Námskeið, félagsgjöld, miðar á viðburði, gjafakort, fást ekki endurgreidd og þeim er ekki hægt að skila.


Öryggisskilmálar (vernd persónuupplýsinga)

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.


Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi.

Kvöld aðild

Betri Stofan, á 7 hæð í Firðinum í Hafnarfirði, er staður sem er hugsaður fyrir fólk sem getur unnið eða komið saman í glæsilegu húsnæði með útsýni yfir sjóinn og miðbæ Hafnarfjarðar.


Með aðgangsappi hefur viðskiptavinur aðgang að vinnustofunni, opnum svæðum og veitingaaðstöðu frá kl 16 til lokunar miðvikudag til laugardags. Aðgangsupplýsingar eru trúnaðarmál sem ekki má deila með öðrum.


Betri Stofan er opin fyrir viðskiptavini á almennum afgreiðslutíma samkvæmt opnunartíma á heimasíðunni www.betristofan.com Betri Stofan áskilur sér rétt til að loka tvisvar í mánuði vegna einkasamkvæma og breyta opnunartíma í júlí mánuði v/sumarleyfa viðskiptavina.


Reglur Betri Stofunnar eru kurteisi og virðing við starfsfólk og aðra gesti staðarins. Brot á þeim reglum getur leitt af sér uppsögn á samningi þessum. Öll meðferð ólöglera vímuefna er einnig bönnuð innan veggja Betri Stofunnar.


Hvert aðgangskort veitir viðskiptavini heimild til að bjóða 3 gestum með sér á staðinn. Meðlimur fær 5 drykki á rafræna drykkjarkortið sitt 10. hvers mánaðar óháð því hvernær aðild er keypt. Ekki er hægt að safna upp drykkjum heldur fyrnast ónotaðir drykkir við endurnýjun næsta mánaðar.


Samningur þessi gildir í 3 mánuði. Að þeim tíma loknum framlengist hann sjálfkrafa og verður þaðan í frá uppsegjanlegur með eins mánaða fyrirvara. Meðlimum Betri Stofunnar er ekki heimilt að framselja aðild sína til annars aðila . Þá getur meðlimur ekki geymt rétt sinn til skemmri eða lengri tíma með því að leggja inn aðild sína.


Verð er 5.990 kr á mánuði per mann með vsk og greiðist fyrirfram.

Full aðild

Betri Stofan, á 7 hæð í Firðinum í Hafnarfirði, er staður sem er hugsaður fyrir fólk sem getur unnið eða komið saman í glæsilegu húsnæði með útsýni yfir sjóinn og miðbæ Hafnarfjarðar.


Með aðgangsappi hefur viðskiptavinur aðgang að vinnustofunni, opnum svæðum, fundarrýmum og veitingaaðstöðu á almennum opnunartíma Betri Stofunnar. Aðgangsupplýsingar eru trúnaðarmál sem ekki má deila með öðrum.


Bókunarkerfi fyrir fundarrými er á vefsíðunni www.betristofan.com eða senda email á [email protected] Við hvetjum viðskiptavini til að bóka fyrirfram til að tryggja sér pláss. Innifalið í aðild eru 4 klukkutímar per mánuð í afnot af fundarherbergjum, eftir það gildir gjaldskrá Betri Stofunnar.


Betri Stofan er opin fyrir viðskiptavini á almennum afgreiðslutíma samkvæmt opnunartíma á heimasíðunni www.betristofan.com Betri Stofan áskilur sér rétt til að loka tvisvar í mánuði vegna einkasamkvæma og breyta opnunartíma í júlí mánuði v/sumarleyfa viðskiptavina. Á opnunartíma er viðskiptavinum boðið upp á kaffi og te án endurgjalds. Aðrir kaffidrykkir og veitingar eru samkvæmt verðlista Betri Stofunnar.


Reglur Betri Stofunnar eru kurteisi og virðing við starfsfólk og aðra gesti staðarins. Brot á þeim reglum getur leitt af sér uppsögn á samningi þessum. Öll meðferð ólöglera vímuefna er einnig bönnuð innan veggja Betri Stofunnar.


Hvert aðgangskort veitir viðskiptavini heimild til að bjóða 3 gestum með sér á staðinn, undantekningar eru þegar fundarrými eru bókuð.


Samningur þessi gildir í 3 mánuði. Að þeim tíma loknum framlengist hann sjálfkrafa og verður þaðan í frá uppsegjanlegur með eins mánaða fyrirvara. Meðlimum Betri Stofunnar er ekki heimilt að framselja aðild sína til annars aðila . Þá getur meðlimur ekki geymt rétt sinn til skemmri eða lengri tíma með því að leggja inn aðild sína.


Verð er 14.900 kr á mánuði per mann auk vsk og greiðist fyrirfram.


Síðast breytt 21. mars 2024

Share by: