Fundarherbergi
Betri Stofan, á 7 hæð í Norður Turninum í Firðinum í Hafnarfirði, er staður sem er hugsaður fyrir fólk sem getur unnið eða komið saman í glæsilegu húsnæði með útsýni yfir sjóinn og miðbæ Hafnarfjarðar.
Betri stofan hefur tvö fundarherbergi, eitt á 7. hæð með pláss fyrir allt að 8 manns og eitt á 5. hæð með pláss fyrir allt að 14 manns.
Meðlimir Betri stofunnar fá 4 tíma í mánuði. Til að bóka hafið samband við Betri stofuna.
Hægt er að bóka fundarherbergi með því að hafa samband við Betri stofuna í tölvupósti á netfangið [email protected]